spot_img
HomeFréttirToppslagur í Keflavík

Toppslagur í Keflavík

Í kvöld fer fram 21. umferðin í Domino´s deild kvenna. Þrír af fjórum leikjum kvöldsins hefjast kl. 19:15 en viðureign Vals og Njarðvíur hefst kl. 20:15 í Vodafonehöllinni.
 
 
Leikir kvöldsins í Domino´s deild kvenna
 
19:15 Keflavík – Snæfell
19:15 Grindavík – KR
19:15 Haukar – Hamar
20:15 Valur – Njarðvík
 
Snæfell hefur 8 stiga forystu á Hauka sem eru í 2. sæti deildarinnar. Fátt ef nokkuð virðist ætla að stöðva Hólmara á leið sinni að deildarmeistaratitlinum og hefur Snæfell unnið átta deildarleiki í röð á útivelli! Keflvíkingar sitja einnig í 2. sæti deildarinnar rétt eins og Haukar en hafa á þeim bænum verri innbyrðis stöðu gagnvart Haukum. Gera má ráð fyrir miklum slag við Sunnubrautina í kvöld.
 
Grindvíkingar unnu botnslaginn gegn Njarðvík á dögunum og fá KR í heimsókn í kvöld. Stigin eru báðum liðum að sjálfsögðu afar dýrmæt, Grindavík að reyna að fjarlægjast 1. deild kvenna sem mest, þ.e. fallsætið og KR í spennandi baráttu um sæti í sjálfri úrslitakeppninni.
 
Haukar fá Hamar í heimsókn í kvöld en eins og staðan er í dag mega Snæfell, Haukar og Keflavík alveg kinka kolli þegar fólk er í hinu daglega tali að tryggja þeim sæti í úrslitakeppninni. Hvað Hamar varðar er það ekki raunin og Hvergerðingar þurfa að berjast fyrir hverju einasta stigi, það gæti mögulega skilað þeim inn í úrslitakeppnina en að sama skapi er einnig stutt í botninn.
 
Valskonur eru sem stendur í 4. sæti deildarinnar og fá Njarðvíkinga í heimsókn í kvöld. Ekki fyrir margt löngu vann Njarðvík góðan sigur í nágrenni við Hlíðarenda, nánar tiltekið í DHL-Höllinni og spurning hvort ferðalagið um Reykjanesbraut leggist jafn vel í þær grænu í kvöld. Valskonur að sama skapi þurfa öll stig sem hugsast getur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni svo sama hvar við drepum niður fæti í leikjum kvöldsins er til mikils að vinna.
 
Allir á völlinn!
  
Fréttir
- Auglýsing -