spot_img
HomeFréttirToppliðið náði í tvö stig á Egilsstaði

Toppliðið náði í tvö stig á Egilsstaði

Valur lagði Hött í kvöld á Egilsstöðum í Subway deild karla. Eftir leikinn er Höttur í 8. sæti deildarinnar með 18 stig á meðan að Valur styrkir stöðu sína í efsta sætinu með 30 stig.

Leikur kvöldsins var nokkuð jafn lengi vel framan af. Höttur leiddi næstum allan fyrri hálfleikinn og vel inn í þann seinni. Í fjórða leikhlutanum náðu gestirnir þó góðum tökum á leiknum og náðu að lokum að sigra nokkuð örugglega, 83-92.

Bestur í liði Vals í kvöld var Taiwo Badmus með 25 stig, en fyrir Hött var Obie Trotter atkvæðamestur með 23 stig.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -