spot_img
HomeFréttirToppliðið laumaðist burt með sigur frá Norrköping

Toppliðið laumaðist burt með sigur frá Norrköping

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og félagar í Norrköping Dolphins tóku á móti toppliði Udominate Basket í sænsku úrvalsdeildinni um helgina. Úr varð spennuslagur þar sem toppliðið laumaðist á brott með tveggja stiga sigur, 63-65.
 
 
Sigrún gerði átta stig í leiknum og tók sex fráköst. Ótrúlegt en satt var ekkert skorað þrjár síðustu mínútur leiksins og þegar um 20 sekúndur lifðu leiks átti Norrköping síðasta skotið sem vildi ekki niður og toppliðið komst í burt með sigur.
 
Udominate er á toppi deildarinnar með 16 sigra og 1 tapleik en Norrköping er í 5. sæti með 10 sigra og sjö tapleiki.
 
Staðan í sænsku úrvalsdeildinni
 
GRUNDSERIE
Nr Lag V F Poäng
1. Udominate Basket 16 1 32
2. Northland Basket 16 1 32
3. Sallén Basket 12 5 24
4. Alvik BBK 10 7 20
5. Norrköping Dolphins 10 7 20
6. Mark Basket 9 8 18
7. Telge Basket 7 10 14
8. IK Eos 7 10 14
9. Visby Ladies 7 10 14
10. Akropol BBK 4 13 8
11. Solna Vikings 2 15 4
12. 08 Stockholm HR 2 15 4
  
Fréttir
- Auglýsing -