spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaTopplið Keflavíkur sterkara undir lokin í Smáranum

Topplið Keflavíkur sterkara undir lokin í Smáranum

Keflavík lagði Breiðablik í kvöld í 16. umferð Subway deildar kvenna. Sem fyrr er Keflavík í efsta sæti deildarinnar, nú með 30 stig á meðan að Breiðablik er í 7. sætinu með 6 stig.

Þrátt fyrir gjörólíka stöðu liðanna í deildinni var leikurinn jafn og spennandi í fyrri hálfleiknum. Eftir fyrsta leikhluta leiddi Keflavík með 4 stigum, 22-26 og þegar í hálfleik var komið var staða liðanna jöfn, 46-46.

Keflavík nær þó að skilja sig lítillega frá heimakonum í upphafi seinni hálfleiksins og fara með 6 stiga forskot inn í lokaleikhlutann, 63-69. Í honum ná þær svo að taka öll völd á vellinum og sigra leikinn að lokum frekar örugglega, 69-89.

Atkvæðamestar í liði Keflavíkur voru Daniela Wallen með 23 stig, 8 fráköst, 4 stoðsendingar, 7 stolna bolta og Birna Valgerður Benónýsdóttir með 18 stig og 5 fráköst.

Fyrir heimakonur í Blikum var það Sanja Orozovic sem dró vagninn með 32 stigum, 12 fráköstum og 6 stoðsendingum. Henni næst var Rósa Björk Pétursdóttir með 9 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar.

Bæði lið eiga leik næst komandi miðvikudag 25. janúar. Þá heimsækir Breiðablik lið Grindavíkur og Keflavík fær Hauka í heimsókn.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -