KR hafði betur gegn Grindavík í kvöld í 15. umferð Bónus deildar karla, 93-71
KR eftir leikinn í 6. sæti Bónus deildarinnar með 16 stig á meðan Grindavík er enn í efsta sætinu með 26 stig.
KR hóf leikinn betur en gestirnir, náðu góðri 9-0 rispu um miðja fyrsta leikhluta sem skapaði fyrir þá forystu, en þegar fyrsti fjórðungur er á enda leiða þeir með 9 stigum, 26-17. Undir lok fyrri hálfleiksins ná heimamenn að láta kné fylgja kviði og eru 23 stigum yfir þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 53-30.
Heimamenn gera vel í upphafi seinni hálfleiks að hleypa Grindavík ekki inn í leiknum og fara langleiðina með að tryggja sér sigurinn í þriðja leikhlutanum. Staðan fyrir þann fjórða 81-51. Gestirnir ná svo aðeins að laga stöðuna í þeim fjórða, en að enda vinnur KR gífurlega örugglega, 93-71.
Linards Jaunzems stigahæstur fyrir KR í leiknum með 21, en næstur honum var Þórir Guðmundur Þorbjarnarson með 17 stig.
Fyrir Grindavík voru stigahæstir Daniel Mortensen og Jordan Semple með 18 stig hvor.
KR: Linards Jaunzems 21/7 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 17/5 fráköst/13 stoðsendingar, Toms Elvis Leimanis 13/4 fráköst, Friðrik Anton Jónsson 11/7 fráköst, Kenneth Jamar Doucet JR 10/9 fráköst, Orri Hilmarsson 6, Veigar Áki Hlynsson 6, Þorvaldur Orri Árnason 5/4 fráköst/5 stoðsendingar, Reynir Bjarkan Barðdal Róbertsson 2, Lars Erik Bragason 2, Benóní Stefan Andrason 0, Hallgrímur Árni Þrastarson 0.
Grindavík: Daniel Mortensen 18/11 fráköst, Jordan Semple 18/10 fráköst, Khalil Shabazz 15/6 fráköst, Arnór Tristan Helgason 11/6 fráköst, Isaiah Coddon 4, Ólafur Ólafsson 3, Unnsteinn Rúnar Kárason 2, Ragnar Örn Bragason 0/4 fráköst, Nökkvi Már Nökkvason 0, Valur Orri Valsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0.



