spot_img
HomeFréttirToPo gerir atlögu að 3. sætinu í kvöld

ToPo gerir atlögu að 3. sætinu í kvöld

15:30 

{mosimage}

 

 

Logi Gunnarsson og félagar hans í finnska úrvalsdeildarliðinu ToPo Helsinki mæta Team Componenta á útivelli í dag. Heil umferð fer fram í finnsku úrvalsdeildinni í dag svo mikið verður um að vera þar í landi.

 

Sigur í kvöld er afar mikilvægur fyrir ToPo í baráttunni um þriðja sætið. ToPo er í 5. sæti deildarinnar með 30 stig en fyrir ofan ToPo eru Namika Lahti og KTP Basket bæði með 32 stig. Á toppnum er Joensuun Kataja með 46 stig og Espoon Honka í 2. sæti með 40 stig. Þriðja sætið er því í sjónmáli fyrir ToPo en fyrstu tvö sætin eru komin of fjarri.

 

Team Component er í 9. sæti deildarinnar með 24 stig.

Fréttir
- Auglýsing -