spot_img
HomeFréttirTony Parker fór á kostum í heimalandinu

Tony Parker fór á kostum í heimalandinu

21:03

{mosimage}
(Parker var vinsæll í París)

San Antonio vann Ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv 97-84 í æfingarleik í París í dag. Leikurinn er hluti af NBA Europe Live æfingarferðinni en nokkur NBA-lið hafa verið að spila við lið í Euroleague. Tony Parker heillaði samlanda sína uppúr skónum og var stigahæstur hjá San Antonio með 27 stig, en Bandaríkjamennirnir unnu sannfærandi sigur á Ísraelunum.

Hjá Maccabi Tel Aviv var Jamie Arnold var stigahæstur með 15 stig og hjá San Antonio var Tony Parker stigahæstur með 27 stig og Tim Duncan skoraði 15 stig og tók 11 fráköst.

Ósigur fyrrverandi Evrópumeistarana var sá fyrsti á þessu undirbúningstímabili en Ísraelarnir hafa verið með eitt sterkasta liðið í Evrópu á undanförnum árum.

mynd: Euroleague.net

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -