09:51
{mosimage}
(Tony Cornett er allur að koma til)
Sterkar líkur eru á að Tony Cornett spili með Breiðablik gegn Ármanni/Þrótti á morgun föstudag en hann meiddist þegar bíll sem hann var farþegi í fór útaf þegar liðið var að koma heim frá Þorlákshöfn þegar liðin mættust á dögunum.
Eins og fram kemur á breidablik.is þá mætti Cornett á æfingu hjá liðinu í gær og gekk sú æfing mjög vel. Eru því bundnar vonir um að hann spili leikinn á morgun.
Einnig hefur Nemanja Sovic gengið í raðir Breiðabliks og eru allar líkur á að hann verði einnig með á morgun.
Myndir: Stefán Þór Borgþórsson
Tengdar fréttir:
Tony Cornett meiddur eftir bílslys



