spot_img
HomeFréttirTony Cornett á heimleið

Tony Cornett á heimleið

16:56
{mosimage}

(Tony Cornett í leik gegn FSu fyrr á leiktíðinni) 

Stjórn körfuknattleiksdeildar Breiðabliks hefur ákveðið að senda Bandaríkjamanninn Tony Cornett heim og leikur hann því ekki meira með liðinu. Tony lék að meðaltali 24 mínútur í leik, gerði 17 stig, tók 6,6 fráköst, gaf 2,6 stoðsendingar og stal 2,43 boltum. Bandaríkjamaðurinn þótti ekki standa undir væntingum og var samningi hans við félagið því sagt upp. Frá þessu er greint á www.breidablik.is   

Blikar eiga næst útileik gegn Þrótti Vogum mánudaginn 10. desember og þá mætast bræðurnir Einar Árni Jóhannsson þjálfari Blika og Ingvi Steinn Jóhannsson þjálfari Þróttar svo um bræðrabyltu verður að ræða. Ennfremur mun bakvörðurinn Rúnar Ingi Erlingsson leika með Blikum gegn Þrótti en Rúnar var í sigurliði Þróttar á síðustu leiktíð sem tryggði sér sæti í 1. deildinni. 

Ekki kemur fram á heimasíðu Blika hvort annar maður verði ráðinn í stað Cornetts.

www.breidablik.is

Fréttir
- Auglýsing -