spot_img
HomeNeðri deildir3. deild karlaTónlistamaðurinn dæmdur í eins leiks bann

Tónlistamaðurinn dæmdur í eins leiks bann

Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ birti í dag niðurstöðu í agamáli sem henni hafði borist til úrlausnar.

Niðurstöðuna má lesa hér fyrir neðan, en í henni er leikmaður ÍR b Jón Frímannsson látinn sæta eins leiks banni eftir háttsemi sína í leik ÍR b gegn Reyni Sandgerði þann 9. nóvember síðastliðinn.

Jón er 43 ára framherji sem að upplagi er af Akranesi, en eftir að hafa aðeins leikið fyrir uppeldisfélag sitt ÍA söðlaði hann um og gekk til liðs við b lið ÍR í þriðju deildinni fyrir yfirstandandi tímabil. Jón mun þó vera öllu þekktari fyrir aðra iðju en körfuknattleik, þar sem hann hefur getið sér gott orð sem tónlistarmaður á síðustu árum undir nafninu JónFrí, en hann átti eitt vinsælasta lag Rásar 2 á síðasta ári sem ber nafnið Andalúsía.

Andalúsía, 2025:

Jón mun taka út leikbann sitt í nú um helgina er liðsfélagar hans mæta liði Stál-Úlfs í Fagralundi, en aðdáendur geta þó tekið gleði sína á ný þann 23. nóvember næstkomandi þegar hann kemur aftur úr banni og verður mættur á parketið til þess að leika með b liði ÍR gegn b liði Stjörnunnar í Seljaskóla.

Gleymdu því, 2025:

Niðurstaða Aga- og úrskurðarnefndar KKÍ

Agamál 12/2025-2026

Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Jón Frímannsson, leikmaður ÍR b , sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik ÍR b  gegn Reyni Sandgerði, sem fram fór þann 09 nóvember 2025

Fréttir
- Auglýsing -