spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaTómas Þórður semur við Stjörnuna - Unnið í að fá hann...

Tómas Þórður semur við Stjörnuna – Unnið í að fá hann löglegan í leik kvöldsins

Stjarnan hefur samið við Tómas Þórð Hilmarsson um að leika með liðinu í Dominos deild karla. Tómas lék á sínum tíma upp alla yngri flokka og með meistaraflokki félagsins, en hélt til Aquimisa Carbajosa í Leb Plata deildinni á Spáni fyrir þetta tímabil.

Í síðustu viku tilkynnti hann svo að hann væri á heimleið, en ekki var með fullu ljóst í hvaða félag hann færi. Stjarnan er sem stendur í 2.-3. sæti Dominos deildarinnar ásamt Þór, en geta með sigri á ÍR í kvöld verið einir í öðru sætinu að þessari áttundu umferð lokinni.

Samkvæmt félaginu er verið að vinna í að fá Tómas löglegan fyrir leik kvöldsins.

Fréttir
- Auglýsing -