spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaTómas Þórður í aðgerð

Tómas Þórður í aðgerð

Leikmaður Stjörnunnar í Subway deild karla Tómas Þórður Hilmarsson verður frá hið minnsta næstu sex vikurnar vegna aðgerðar sem hann gekkst undir síðastliðinn mánudag.

Samkvæmt tilkynningu félagsins hefur Tómas verið að eiga við þrálát meiðsl sem hafa háð honum talsvert síðustu tvö árin. Erfitt hefur verið að finna út hver orsök meiðsla hans hefur verið þangað til nú og bindur Stjarnan vonir við að hann verði mættur aftur á parketið fljótlega á sínum fyrri styrk.

Fréttir
- Auglýsing -