spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaTómas Þórður, Hjálmar og Aquimisa Carbajosa lágu í Baskalandi

Tómas Þórður, Hjálmar og Aquimisa Carbajosa lágu í Baskalandi

Tómas Þórður Hilmarsson, Hjálmar Stefánsson og félagar í Aquimisa Carbajosa töpuðu í kvöld fyrir Juaristi ISB í spænsku Leb Plata deildinni, 70-62. Eftir leikinn eru Aquimisa í 8. sæti deildarinnar með 3 sigra og 3 töp eftir fyrstu 6 leikina.

Á 30 mínútum spiluðum í kvöld skilaði Hjálmar 9 stigum, 2 fráköstum og 2 stolnum boltum. Tómas Þórður lék 27 mínútur og skoraði 11 stig, tók 3 fráköst, gaf 1 stoðsendingu og stal 2 boltum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -