spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaTómas og Hjálmar lágu í Madríd í kvöld

Tómas og Hjálmar lágu í Madríd í kvöld

Tómas Þórður Hilmarsson, Hjálmar Stefánsson og félagar þeirra í Aquimisa Carbajosa töpuðu í kvöld fyrir Zentro Basket Madrid, 80-70. Eftir leikinn er Aquimisa í 6. sæti austurhluta Leb Plata deildarinnar með 2 sigra og 2 töp eftir fyrstu 4 leikina.

Á 19 mínútum spiluðum skilaði Tómas Þórður 3 stigum, 2 fráköstum og stolnum bolta. Hjálmar lék aðeins 4 mínútur og skoraði 4 stig.

Tölfræði leiks

Næsti leikur liðsins er þann 14. nóvember gegn C.B. Moron heima í Carbajosa.

Fréttir
- Auglýsing -