spot_img
HomeFréttirTómas í boði Tex Winter í frægðarhöllinni

Tómas í boði Tex Winter í frægðarhöllinni

 Tómas Tómasson þekkja kannski ekki allir í boltanum hérlendis en þó eru það margir sem þekkja til kappans. Tómas er Keflvíkingur og hefur haft puttana í því á síðastliðnum árum í að finna sómasamlega bandaríska körfuknattleiksmenn fyrir sitt heimalið með þó nokkuð góðum árangri. 
 Tómas hefur í þessum viðskiptum sínum kynnst þeim ófáum "stórlöxum" í heimi körfuboltans og einn þeirra er Tex Winter en hann var einmitt sá maður sem skilaði þríhyrnings sóknarleiknum til Chicago Bulls á þeirra gullárum. Nú í vikunni var Tex gamli tekinn inn í frægðarhöll körfuknattleiks (Hall of Fame) í Springfield og þar var Tómas Tómasson í boði Winters.  Á myndinni að ofan má sjá Tómas í salnum þar sem hann situr við hlið ekki ómerkari manni en Jerry Krause sem var framkvæmdarstjóri Chicago Bulls og mjög umdeilanlegur sem slíkur. Hægt er að sjá þá sögu á Wikipedia. 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -