spot_img
HomeFréttirTómas Heiðar klár í slaginn

Tómas Heiðar klár í slaginn

Tómas Heiðar Tómasson er hress og klár í slaginn með Stjörnunni í undanúrslitum Domino´s-deildar karla. Hann varð frá að víkja í lokaleiknum gegn ÍR í 8-liða úrslitum eftir að hafa snúið sig á vinstri ökkla.

Karfan.is ræddi stuttlega við Tómas áðan sem sagðist ekki hafa snúið sig illa í leiknum gegn ÍR og hann væri góður í dag og klár í slaginn í kvöld.

Tómas snéri sig á sama ökkla fyrr á tímabilinu en það er lán Stjörnumanna að ekki fór verr enda Tómas einn af lykilmönnum liðsins og leggur að jafnaði til 12 stig, 3,2 fráköst og 2,9 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Fréttir
- Auglýsing -