spot_img
HomeFréttirTómas fyrir seinni leikinn gegn Kósovó "Mikilvægur leikur sem þarf að vinna"

Tómas fyrir seinni leikinn gegn Kósovó “Mikilvægur leikur sem þarf að vinna”

Ísland lagði Lúxemborg í gær í fyrri leik landsliðsglugga undankeppni heimsmeistaramótsins 2023. Seinni leikur liðsins er á morgun gegn Kósovó og verður hann í beinni útsendingu á RÚV og YouTube. Mikil spenna er í riðil Íslands, þar sem að öll lið eru jöfn nema Lúxemborg og er sigur í leik morgundagsins liðinu því afar mikilvægur. Leikirnir fara fram í sóttvarnarbólu FIBA í höfuðborg Slóvakíu, Bratislava.

Karfan heyrði í leikmanni liðsins Tómasi Þórð Hilmarssyni og spurði hann út í leikina tvo, aðstæður í Slóvakíu og framhaldið með Aquimisa Carbajosa en Tómas átti afar góða innkomu í leik liðsins í gær gegn Lúxemborg.

Fréttir
- Auglýsing -