Samuel Toluwase leikur ekki meira með KFÍ á þessu tímabili en þetta staðfesti Pétur Sigurðsson þjálfari KFÍ í snörpu spjalli við Karfan.is í dag. Toluwase þótti ekki standa undir væntingum og var því sendur til síns heima.
Toluwase lék sex leiki með KFÍ og skoraði í þeim 2,3 stig og tók 3,3 fráköst að meðaltali í leik. Ísfirðingar verða því án Bretans á föstudag þegar þeir heimsækja Þór í Icelandic Glacial Höllina í Þorlákshöfn.
Mynd/ Halldór Sveinbjörnsson: Toulawase með KFÍ gegn Snæfell.



