Stjarnan hafði betur gegn heimakonum í Ármanni í Laugardalshöllinni í kvöld í Bónus deild kvenna, 82-94.
Leikurinn er sá þriðji sem Stjarnan vinnur í röð í deildinni, en þær eru eftir leikinn í 7. sætinu með 16 stig. Ármann er öllu neðar stigalega, en þó ekki mörgum sætum frá þeim í 9.-10. sætinu með 4 stig líkt og Hamar/Þór.
Karfan spjallaði við Diljá Ögn Lárusdóttur leikmann Stjörnunnar eftir leik í Laugardalshöllinni.



