spot_img
HomeFréttirTólftu umferð lýkur í kvöld

Tólftu umferð lýkur í kvöld

Körfuboltaföstudagur er genginn í garð. Í kvöld lýkur 12. umferðinni í Domino´s deild karla og þá fara fram fjórir leikir í 1. deild karla. Einnig er leikið í yngri flokkum.
 
 
Í Domino´s deildinni eru það Þórsarar í Þorlákshöfn sem taka á móti Snæfell en þar mætast uppeldisbræðurnir Benedikt Guðmundsson og Ingi Þór Steinþórsson með sína lærisveina. Í Njarðvík mætast heimamenn og KFÍ en bæði lið munu sporta nýjum bandarískum leikmönnum.
 
Domino´s deild karla
 
19:15 Þór Þorlákshöfn – Snæfell
19:15 Njarðvík – KFÍ
 
1. deild karla
 
19:15 ÍA – Fjölnir
20:00 Þór Akureyri – Breiðablik
20:00 Höttur – Tindastóll
20:30 Vængir Júpíters – FSu
 
 
Mynd/ Davíð Þór – Sovic og félagar í Þór fá Snæfell í heimsókn í kvöld.
  
Fréttir
- Auglýsing -