spot_img
HomeFréttirTölfræðiverðlaun verða afhent í úrslitakeppninni

Tölfræðiverðlaun verða afhent í úrslitakeppninni

16:31 

{mosimage}

Ákveðið hefur verið að afhenda tölfræðiverðlaun tímabilsins í Iceland Express deildum karla og kvenna á leikjum í úrslitakeppnunum. 

Í gær á leik Njarðvíkur og Grindavíkur fengu Jeb Ivey og Magnús Þór Gunnarsson sín verðlaun í beinni útsendingu á Sýn. Magnús Þór Gunnarsson Keflavík var með bestu vítahittni í Iceland Express deild karla. Magnús Þór var með 88.5% hittni sem er mjög góð nýting. Jeb Ivey var með bestu 3.stiga hittni í Iceland Express deild karla. Jeb var með 47.2% hittni sem verður að teljast frábær nýting. 

{mosimage}

Fleiri verðlaun verða afhent á morgun og þá annars vegar á leik KR og Snæfells í úrslitakeppni karla og hins vegar á leik Hauka og ÍS í úrslitakeppni kvenna.

 

www.kki.is

Fréttir
- Auglýsing -