spot_img
HomeFréttirTölfræðitröllin í jólafríinu: Iceland Express deild kvenna

Tölfræðitröllin í jólafríinu: Iceland Express deild kvenna

 
Nú þegar jólafríið í Iceland Express deild kvenna er brostið á er ekki úr vegi að rýna aðeins í tölfræðileiðtogana. Stöllurnar Jacqueline Adamshick, Keflavík, og Jaleesa Butler, Hamri, bera nokkuð af á þessum listum enda fyrnasterkir leikmenn. Aðrir láta einnig vel að sér kveða.
Í þessu jólafríi er það Hamar úr Blómabænum Hveragerði sem trónir á toppi deildarinnar, ósigraðar, eftir 11 umferðir og eru því búnar að setja félagsmet enda besta byrjun kvennaliðsins í sögu félagsins. Nú þegar þrjár umferðir eru eftir þangað til deildinni verður skipt upp í A og B riðil eru Hamar og Keflavík einu liðin í deildinni sem eru með öruggt sæti í A riðli sama hvernig næstu þrír leikir fara.
 
Haukar og KR koma í sætum 3 og 4 en hafa ekki tryggt sæti sitt í A-riðli þar sem Njarðvík kemur í 5. sæti með 8 stig. Snæfell er í 6. sæti með 6 stig og geta tæknilega enn unnið sér sæti í A-riðli en þá verða Haukar að tapa rest því aðeins einn sigurleikur tryggir Haukum að Snæfell taki ekki sæti þeirra í A-riðli. Það má því gera ráð fyrir töluverðri spennu í úrvalsdeild kvenna í næstu þremur umferðum þar sem skýrist endanlega hverjir skipi hvaða riðla.
 
Stigahæstu leikmenn:
 
Jaleesa Butler – Hamar – 25,27
Jacquline Adamshick – Keflavík – 25,00
Kathleen Snodgrass – Haukar – 25,00
Shayla Fields – Njarðvík – 23,36
Margrét Kara Sturludóttir – KR – 20,40
 
Stoðsendingahæstu leikmenn:
 
Slavica Dimovska – Hamar – 5,91
Hildur Sigurðardóttir – KR – 4,56
Bryndís Guðmundsdóttir – Keflavík – 4,18
Kathleen Snodgrass – Haukar – 4,17
Shayla Fields – Njarðvík – 3,64
 
Frákastahæstu leikmenn:
 
Jacquline Adamshick – Keflavík – 16,09
Jaleesa Butler – Hamar – 15,45
Inga Buzoka – Fjölnir – 13,10
Inga Muciniece – Snæfell – 10,27
Bryndís Guðmundsdóttir – Keflavík – 9,91
 
Framlagshæstu leikmenn:
 
Jaleesa Butler – Hamar – 35,64
Jacqueline Adamshick – Keflavík – 35,36
Shayla Fields – Njarðvík – 25,91
Inga Buzoka – Fjölnir – 23,30
Bryndís Guðmundsdóttir – Keflavík – 22,00
 
 
 
Hæstu gildi deildarinnar til þessa
 
Flest stig í einum leik:
Margrét Kara Sturludóttir – KR – 36
 
Flestar stoðsendingar í einum leik:
Natasha Harris – Fjölnir – 12
 
Flest fráköst í einum leik:
Jacqueline Adamshick – Keflavík – 27
 
Hæsta framlag í einum leik:
Jacqueline Adamshick – Keflavík 54
 
Flestir stolnir boltar í einum leik:
Natasha Harris – Fjölnir – 9
 
Flest varin skot í einum leik:
Jaleesa Butler – Hamar – 6
 
 
Fréttir
- Auglýsing -