spot_img
HomeFréttirTölfræðitröllin í jólafríinu: Iceland Express deild karla

Tölfræðitröllin í jólafríinu: Iceland Express deild karla

 
Þá er komið að því að taka púlsinn aðeins á tölfræðinni nú þegar jólafríið er brostið á í Iceland Express deild karla. Hvað voru Geitungurinn og Galdramaðurinn að gera, hver á mest og best og hverjir leiða hina og þessa tölfræðiþætti.
Íslands- og bikarmeistarar Snæfells tróna á toppnum um jólin með 20 stig og hafa aðeins tapað einum deildarleik en sá ósigur kom í Ljónagryfjunni gegn Njarðvík sem hafa munað sinn fífil fegurri enda afrekaði klúbburinn það að eiga sína verstu byrjun í deildinni í sögu félagsins. Njarðvíkingar toppuðu svo óútreiknanleikann þetta árið þegar þeir slógu Snæfell út úr bikarkeppninni í hörkuleik. Þessi leikur og margir aðrir í deildinni bera þess vitni að ómögulegt er að tippa á hverjir verði Íslands- eða bikarmeistarar þetta tímabilið og það er bara gott mál.
 
KFÍ rekur lestina með fjögur stig á botni deildarinnar en á milli Snæfells og KFÍ er pakkinn bara nokkuð þéttur og ráðrúm til mistaka er ekki fyrir hendi, tapleikur eða sigurleikur hendir þér 2-4 sæti upp eða niður í deildinni og að fylgjast með stöðutöflunni er nóg til að gera hinar mestu aflaklær sjóveikar.
 
 
Leiðtogar í helstu tölfræðiþáttum:
 
Stigahæstu leikmenn:
 
Lazar Trifunovic – Keflavík – 25,0
Semaj Inge – Haukar – 24,25
Kelly Biedler – ÍR – 22,82
Andre Dabney – Hamar – 22,18
Ryan Amoroso – Snæfell – 22,0
 
Stoðsendingahæstu leikmenn:
 
Ægir Þór Steinarsson – Fjölnir – 9,0
Pavel Ermolinskij – KR – 8,64
Hörður Axel Vilhjálmsson – Keflavík – 7,36
Sævar Ingi Haraldsson – Haukar – 6,88
Sean Cunningham – Tindastóll – 6,0
 
Frákastahæstu leikmenn:
 
Gerald Robinson – Haukar – 14,55
Pavel Ermolinskij – KR – 12,18
Kelly Bidler – ÍR – 11,55
Ryan Pettinella – Grindavík – 11,30
Lazar Trifunovic – Keflavík – 11,14
 
Framlagshæstu leikmenn:
 
Pavel Ermolinskij – KR – 28,27
Kelly Biedler – ÍR – 27,36
Semaj Inge – Haukar – 26,82
Hayward Fain – Tindastóll – 26,33
Ryan Amoroso – Snæfell – 24,18
 
 

Hæstu gildi leiktíðarinnar til þessa:
 
Flest skoruð stig í leik:
Semaj Inge – Haukar – 40
 
Flestar stoðsendingar í leik:
Hörður Axel Vilhjálmsson – Keflavík – 15
 
Flest fráköst í leik:
Gerald Robinson – Haukar – 22
 
Hæsta framlag í leik:
Pavel Ermolinskij – KR – 49
 
Flestir stolnir í leik:
Craig Schoen – KFÍ – 9
 
Flest varin skot í leik:
Kelly Biedler – ÍR – 7
 
Fréttir
- Auglýsing -