spot_img
HomeFréttirTölfræðiritarinn ósáttur við að vera sendur upp í stúku

Tölfræðiritarinn ósáttur við að vera sendur upp í stúku

Tölfræðiritarinn Fannar Elíasson var ekki alveg sáttur við Jón Bender eftirlitsdómara sem sendi hann upp í stúku af ritaraborðinu í leik Grindavíkur og KR í kvöld, fyrir litlar sakir að honum fannst. Jón sagði í samtali við Karfan.is fyrr í kvöld að Fannar hefði ekki hagað sér samkvæmt reglum og því verið leystur frá störfum. Við heyrðum í Fannari sem hafði þetta um málið að segja:

Hann varð eitthvað ósáttur þegar ég og strákarnir vorum að hafa orð á einhverjum dómi sem okkur fannst alls ekki sanngjarn og svo sagði dómarinn við mig að ég ætti ekki að vera segja neitt um leikinn ef ég ætlaði að sitja þarna. Ég bauð honum bara kurteisislega ef hann vissi um annan stattara væri það í lagi. Svo hélt ég að þetta væri útrætt en þá var hann greinilega ennþá ósáttur og sagði í hálfleik að ég hafi verið að drulla yfir dómarana sem ég var aldeilis ekki að gera heldur einungis að deila við strákana um vafasaman dóm. Spurði hann svo hvort ég mætti ekki hafa skoðanir á hlutunum sem við værum að ræða okkar á milli á borðinu og í kjölfarið var ég bara sendur upp í stúku.

SFÆ

Fréttir
- Auglýsing -