spot_img
HomeSubway deildinSubway deild karlaTölfræðimolar - Tæknivillur og enn fleiri tæknivillur

Tölfræðimolar – Tæknivillur og enn fleiri tæknivillur

Breiðablik er hraðasta lið Subwaydeildar karla með 90,6 sóknir að meðaltali í hverjum leik eftir 7 umferðir. Útreikningur á leikhraða liða byggir að mestu á skottilraunum, vítaskotum og töpuðum boltum. Þrátt fyrir allan þennan leikhraða er Breiðablik ekki með hátt hlutfall tapaðra bolta eða 14,2% (var 13,3% áður en liðið tapaði 18 boltum gegn Tindastóli í 7. umferð). Ástæðan fyrir þessu er að Breiðablik leiðir annað árið í röð öll lið í deildinni í skottilraunum utan af velli með 80,6 að meðaltali í leik. Á síðustu leiktíð var meðaltalið 80,4. Meðaltal deildarinnar er 71,7 á þessari leiktíð en var 73,5 á síðustuleiktíð.

Stjörnunni í Subwaydeild karla hefur gengið vel að halda sama leikhraða í öllum sínum leikjum það sem af er þessari leiktíð með aðeins 2,9 sóknir í frávik frá meðaltali liðsins sem er 78,5. Meðaltal fráviks í leikhraða liða Subwaydeildarinnar er 28,6.

Tindastóll er að skora 14 stig að meðaltali í leik úr hraðaupphlaupum eða 17,5 í 100 sóknum. Á síðustu leiktíð skoraði liðið 15 stig að meðaltali í leik úr hraðaupphlaupum eða 17,9 í 100 sóknum. Munurinn skýrist á hægari bolta sem Tindastóll spilar á þessari leiktíð eða 77,4 sóknir núna á móti 82,2 í fyrra. Samkvæmt InStat tölfræðikerfinu er hlutfall atlaga að körfunni sem teljast hraðaupphlaup er einnig umtalsvert lægra hjá Tindastóli í vetur (11,7%) heldur en í fyrra (14,1%)

Keflavík hefur undanfarin fjögur ár verið með betri varnarskilvirkni (DRtg – stig andstæðings í 100 sóknum) en meðaltal deildarinnar – mest þó árið 2021 með 100,3 á móti 110,8 sem var meðaltal deildarinnar þá. Í ár er þessi mismunum hins vegar jákvæður sem gefur til kynna að skilvirkni varnar Keflavíkur er 8 stigum í 100 sóknum yfir meðaltali deildarinnar. Vakin er athygli á því að í þessu samhengi þýða neikvæð gildi að andstæðingar liðs eru að skora minna í 100 sóknum en andstæðingar annarra liða í deildinni og jákvæð gildi þýða hið gagnstæða.

Alls hafa verið dæmdar 63 tæknivillur í fyrstu 42 leikjum Subwaydeildar karla eða 1,5 tæknivillur að meðaltali í leik. Þetta er töluvert stökk upp á við frá því yfirritaður skráði síðast tæknivillur í efstu deild karla árið 2019 en þá höfðu 33 tæknivillur verið dæmdar eftir 42 leiki. Því einnig til samanburðar hafa verið dæmdar 23 tæknivillur í 40 leikjum í Subwaydeild kvenna. Sjá gagnvirkt línurit yfir tæknivillur milli ára hér fyrir neðan.

Frekara yfirlit yfir skilvirkni í íslenskum körfubolta:
Fjórþáttagreining Subway-deildar karla
Fjórþáttagreining Subway-deildar kvenna
Fjórþáttagreining 1. deildar karla
Fjórþáttagreining 1. deildar kvenna
Skilvirkni leikmanna í Subway-deild karla
Skilvirkni leikmanna í Subway-deild kvenna

Fréttir
- Auglýsing -