Það er hætt að vera fréttnæmt að íslenskir leikmenn skili stórleikjum í Dominosdeild karla. Látum það liggja milli hluta hvort það sé 4+1 reglunni að þakka eða ekki, en hæfileikar einstakra leikmanna í deildinni eru að koma sterkt upp á yfirborðið. Ný nöfn eru að vekja á sér athygli eins og Martin Hermannsson, Emil Barja, Gunnar Ólafsson og fleiri. Í þessum hópi eru einnig Ragnar Nathanaelsson hjá Þór Þolrlákshöfn og Matthías Orri Sigurðarson hjá ÍR, en þeir áttu einmitt stórkostlega leiki fyrir sín lið í vikunni.
Ragnar Nathanaelsson, einnig þekktur sem Raggi Nat eða Nat-vélin, setti upp tröllatvennu eins og stórum strák sæmir í Keflavík á fimmtudaginn. 22 stig og 16 fráköst var uppskeran í næmu tapi gegn heimamönnum. Raggi skoraði 2,67 stig per sókn sem eru fáheyrðar tölur og nýtingin mjög góð eða 60% eFG og 63,8% TS. Raggi var með 10 sóknarfráköst í leiknum og þau gáfu af sér 12 stig, en aðeins 3 af þessum sóknarfráköstum skiluðu ekki stigum. Tvær af þeim eftir tilraun frá Ragga en ein frá öðrum leikmanni. Raggi varði einnig 4 skot í leiknum.
Michael Craion var einnig mjög góður í sínum leik fyrir Keflavík en hann skoraði um 2 stig í sókn og skaut 63% eFG og 73,1% TS.
Matthías Orri Sigurðarson stimplaði sig inn í þrennukeppnina sem aðeins Pavel Ermolinskij og Emil Barja hafa tekið þátt í fram að þessu. Hann setti upp 22 stig, 13 fráköst og 12 stoðsendingar. Einnig bætti hann við 4 stolnum boltum. Matti skoraði 1,13 stig per sókn en hitti ekki nógu vel í leiknum með skotnýtingu upp á 41,7% eFG. Einnig brenndi hann af 4 af 11 vítum sínum. Stoðsendingar Matta gáfu af sér 29 stig og því skoraði hann eða átti þátt í 51 stigi af stigum ÍR í leiknum. Matti var 6/10 inn í teignum en hitt illa fyrir utan þriggja stiga línuna með 1/5.
Rúnar Ingi Erlingsson hjá Val átti einnig mjög góðan leik fyrir sitt lið með 23 stig, 9 fráköst, 4 stoðsendingar og 4 stolna. Skoraði 1,18 stig per sókn og hitti vel eða 73,3% eFG. 4/6 fyrir utan þriggja stiga línuna og 4/7 í teignum.



