spot_img
HomeSubway deildinSubway deild karlaTölfræðimolar - plús/mínus tölfræði í úrslitakeppni

Tölfræðimolar – plús/mínus tölfræði í úrslitakeppni

Farið hefur mikið fyrir plús/mínus tölfræði í umfjöllun um Subwaydeild karla og kvenna undanfarið en hún segir til um stigamun liðs á meðan ákveðinn leikmaður er inni á vellinum. Gildi sem gefur mögulega vísbendingu um áhrif leikmanns á gengi liðsins. Plús/mínus tölfræði er hins vegar ekki gallalaus frekar en önnur körfuboltatölfræði en hún segir okkur ekkert um hvert raunverulegt framlag leikmanns er til liðsins þar sem vera hans/hennar á vellinum gæti einfaldlega verið heppilega tímasett. Tilraun til að bregðast við þeim vanda er Box Plus/Minus tölfræðin. Annar galli á þessari tölfræði er að hún fylgir fast við mínútufjölda leikmanna – þ.e. að leikmenn sem spila mikið í góðum liðum eiga það til að vera háir í plús/mínus. Hægt er að leiðrétta fyrir því með því að jafna tölfræðina út og sjá hver hún væri hjá öllum leikmönnum ef þeir spiluðu allar 40 mínúturnar.

Á myndinni hér að neðan má sjá slíka tölfræði þar sem leikmenn Tindastóls eru áberandi en liðið frá Sauðrárkróki leiðir öll lið í uppsöfnuðum stigamun í úrslitakeppninni með +42. Sé litið til þessarar tölfræði og leiðrétt fyrir mínútufjölda má t.d. álykta að framlag Sigurðar Gunnars Þorsteinssonar sé ekki síður mikilvægt en framlag Taiwo Badmus þrátt fyrir helmingi styttri leiktíma. Þeir leikmenn sem eru á þessum lista hafa leikið að lágmarki 10 mínútur að meðaltali í leik.

Á næstu mynd sjáum við sömu tölfræði fyrir Subwaydeild kvenna og þar leikmenn Keflavíkur er fyrirferðamiklir. Líklega vega tveir síðustu leikir Keflavíkur gegn Njarðvík í undanúrslitunum þar þungt en Keflavík vann þá með samtals 62 stiga mun. Lágmarksleiktími fyrir þessa töflu eru einnig 10 mínútur að meðaltali í leik.

Fréttir
- Auglýsing -