spot_img
HomeFréttirTölfræði Tryggva gegn Hetti

Tölfræði Tryggva gegn Hetti

Hinn bráðefnilegi 214 cm leikmaður Þórs á Akureyri, Tryggvi Snær Hlínarson, spilaði sinn fyrsta leik í byrjunarliði í gær og andstæðingurinn var ekki af verri endanum – topplið Hattar í 1. deild karla.
 
Tryggvi átti fínan leik fyrir sitt lið. Endaði með 16 stig, setti niður 7 af 8 skotum sínum, tók 10 fráköst (þar af 2 í sókn) og varði svo mikið sem 6 skot.
 
Áður en lengra er haldið er vert að taka fram að drengurinn er aðeins 17 ára gamall og hefur æft körfubolta í slétt ár.
 
Tryggvi skoraði 1,38 stig per sókn, sóknarnýting hans var 73,9%. Hann skaut 87,5% eFG% og 69,0% TS%. Hann hirti 16,3% af öllum fráköstum sem í boði voru á meðan hann var inni á vellinum. 6% allra sóknarfrákasta og 28,4% allra varnarfrákasta.
 
Tryggvi varði 16,6% allra skota innan þriggja stiga línunnar á meðan hann var inni á vellinum. Það eru 1 af hverjum 6 skotum Hattar innan þriggja stiga línunnar sem Tryggvi neitaði aðgöngu að hringnum. Tryggvi er í 8. sæti í 1. deild karla í vörðum skotum með 0,78 í leik. Hann hefur verið á leikskýrslu fyrir Þór í 9 leikjum en ef tekið er tillit til þeirra leikja 3 leikja sem hann spilaði ekkert er hann með 1,00 varið skot í leik. Þá er hann 6. í deildinni. Tryggvi er 16. í deildinni yfir samtals varin skot þrátt fyrir að hafa spilað mun færri leiki en þeir sem fyrir ofan hann eru.
 
Hér er tryggvi í leik með drengjaflokki fyrr í vetur.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -