spot_img
HomeFréttirTölfræði-leiðtogar tímabilsins

Tölfræði-leiðtogar tímabilsins

 Nú þegar deildarkeppni er lokið er ekki seinna en vænna að fara yfir tölfræði konunga deildarinnar þetta árið.  Árið búið að vera vægast sagt skemmtilegt og sá pakki sem myndaðist frá 3. sætinu og niður í það 9. réðst á síðustu tveimur leikjum mótsins og í síðustu umferð vissi í raun engin hverjum hann myndi mæta í úrslitakeppninni.  En að helstu tölfræði mönnum mótsins þá voru það Stefan Bonneau frá Njarðvík sem hirðir stigakóngstitilinn.  Bonneau sem kom til Njarðvíkinga eftir áramót lék 11 leiki með liðinu og var með tæp 37 stig að meðaltali í leik fyrir þá grænklæddu.  Honum næstur var Jonathan Mitchell hjá Fjölni með um 10 stigum minna á leik eða 27 og þriðji var svo Alex Francis með 26 stig. 
 
Stoðsendinga hæstur þetta árið varð Pavel Ermolinski sem sendi heilar 10 stoðsendingar að meðaltali í leik fyrir KR. Næstur honum var Emil Baraja hjá Haukum með 7 stoðsendingar og svo Jón Axel Guðmundsson með rúmar 6 á leik. 
 
Alex Francis hjá Haukum var svo duglegastur í fráköstunum með tæplega 15 fráköst á leik, honum næstur kom Christopher Woods hjá Snæfell með um 14 fráköst á leik og KR-ingurinn Michael Craion hirðir svo einhver tæplega 13 fráköst á leik.  
 
Í framlagi til síns liðs þá var það Stefan Bonneau sem skilar að jafnaði 36 framlagsstigum fyrir Njarðvíkinga og næstur honum kemur Michael Craion hjá KR með um 33 framlagsstig.  Jonathan Mitchell hjá Fjölni skilaði svo 30 framlagsstigum fyrir þá Grafarvogspilta. 
 
Af íslenskum leikmönnum þá var það Pavel Ermolinski sem skilaði hæstu framlagi til síns liðs eða 25 slík. Stigahæstur íslendinga var Darrell Keith Lewis með 20 stig á leik, og frákasta hæstur var Mirko Stefán Vjirivic með rúm 11 fráköst á leik. 
 
Flestu stig skoruð í leik í úrvalsdeildinni í vetur skoraði Stefan Bonneau Njarðvíkingur í leik gegn Keflavík þegar hann setti 48 stig þann 5. febrúar. Darrel Keith Lewis skoraði svo flest stig íslendinga í leik eða 45 stgi gegn Grindavík þann 1. des.  Flestar stoðsendingar sendar í einum leik í vetur voru frá Pavel Ermolinski þegar hann sendi 17 slíkar í leik gegn Grindavík þann 6. nóvember sl.  Christopher Woods hrifsaði flest fráköst í einum leik í vetur þegar hann bónaði spjaldið með 23 fráköstum gegn ÍR þann 27. nóvember.  Mirko Virijevic hirti flestur íslendinga fráköst eða 21 frákast gegn liði Grindvíkur þann 12. febrúar sl. 
 
Flest framlagsstig komu svo frá Stefan Bonneau sem skilaði 57 stigum í leik gegn Stjörnunni nú fyrir nokkrum dögum eða þann 9. mars.  Pavel Ermolinski var efstur íslendinga með 45 framlagsstig gegn Grindavík þann 6. nóvember
 
Hægt er að skoða lista yfir alla þá tölfræði hæstu yfir tímabilið hér að neðan. 


Framlagsstig

 

Stig

 
 

Stoðsendingar

 

Fráköst

Fréttir
- Auglýsing -