spot_img
HomeFréttirTölfræði: Keflavík-KR í kvöld

Tölfræði: Keflavík-KR í kvöld

Það er loksins komið að því að risar Dominosdeildarinnar, Keflavík og KR – þau lið sem standa eftir ósigruð í deildarkeppninni – mætist í kvöld. Þetta verður sannkallaður toppslagur og mun skera úr um hvaða lið er besta lið deildarinnar í dag. Eins og staðan er í dag verður þetta forsmekkur af því sem koma skal í úrslitum Dominosdeildar karla.
 
Þegar maður hugsar út í það að þessi tvö lið séu að fara að mætast sér maður fyrir sér einhverja epík af stærðargráðu eins og Optimus Prime vs. Megatron, King Kong vs. Godzilla eða eitthvað álíka. Eitthvað rugl er að fara að gerast í kvöld!  Í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í ofanálagt.
 
En hvernig mælast þessi lið gegn hvort öðru? Miðað við tölfræðisamanburð er ógurlega lítill munur á þeim. Bæði lið eru framúrskarandi í bæði vörn og sókn. KR þó örlítið betra sóknarlið og Keflavík örlítið betra varnarlið. Bæði lið vilja spila á sama hraða og hafa mjög hæfileikaríka einstaklinga innanborðs.  Þessi leikur verður eitthvað.
 
 
 
eFG% – skotnýting sem tekur tillit til þriggja stiga skota.
TOV% – hlutfall sókna liðs sem enda með töpuðum bolta.
ORB% – hlutfall sóknarfrákasta liðs.
FT/FGA – Hlutfall skoraðra víta á móti skottilraunum
Pace – leikhraði
AvgPER – meðaltal PER allra leikmanna liðs
Stig/leik – skoruð stig í leik
ORgt – Stig skoruð per 100 sóknir
ScPoss – sóknir sem liðið skorar a.m.k. 1 stig.
PPP – stig per sókn.
Floor% – sóknarnýting (hlutfall ScPoss á móti leikinna sókna)
3P – þriggja stiga körfur
3P% – þriggja stiga nýting
Fréttir
- Auglýsing -