spot_img
HomeFréttirTólf manna hópurinn klár fyrir Búlgaríu og Finnland - Jón Arnór meiddur

Tólf manna hópurinn klár fyrir Búlgaríu og Finnland – Jón Arnór meiddur

Íslenska karlalandsliðið mætir Búlgaríu og Finnlandi ytra dagana 29. júní og 2. júlí í undankeppni HM(World Cup). Craig Pedersen og hans þjálfarateymi hefur valið þá 12 leikmenn sem skipa lið Íslands í þessum tveimur leikjum.

 

Ísland er í ágætri stöðu í riðlinum og sitja í 2.-3 sæti ásamt Finnum með tvo sigra og tvö töp. Þrjú efstu lið riðilsins fara áfram í milliriðla og sameinast riðill Íslands E-riðli en þar eru Rússland, Frakkland og Bosnía í þremur efstu sætunum. 

 

Tólf manna leikmannahópur landsliðsins var kynntur nú í hádeginu. Kristinn Pálsson, Pétur Rúnar Birgisson og Jón Arnór Stefánsson detta úr 15 manna hópnum. Jón Arnór er meiddur og verður því ekki með í þessu verkefni, hann er þó ekki hættur með landsliðinu og ætlar sér að vera með í næsta glugga í september ef líkaminn leyfir. 

 

12 manna liðið fyrir ferðalagið til Búlgaríu og Finnlands:

Breki Gylfason – Appalachian State/Haukar, USA (Nýliði)
Elvar Már Friðriksson – Denain Voltaire, Frakkland (32)
Haukur Helgi Pálsson Briem – Cholet Basket, Frakkland (65)
Hjálmar Stefánsson – Haukar (Nýliði)
Hlynur Bæringsson – Stjarnan (120)
Hörður Axel Vilhjálmsson – Kymis, Grikkland (72)
Jón Axel Guðmundsson – Davidson/Grindavík, USA (5)
Kári Jónsson – Haukar (7)
Kristófer Acox – KR (34)
Martin Hermannsson – Châlons-Reims, Frakkland (60)
Tryggvi Snær Hlinason – Valencia, Spánn (27)
Ægir Þór Steinarsson – Tau Castelló, Spánn (53)

 

Þjálfari: Craig Pedersen
Aðstoðarþjálfari: Finnur Freyr Stefánsson
Aðstoðarþjálfari: Baldur Þór Ragnarsson
Sjúkraþjálfari: Jóhannes Marteinsson

Fréttir
- Auglýsing -