Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt en þá unnu meistarar Miami Heat sinn áttunda sigur í röð í deildinni. Alls voru skoruð 270 stig í leiknum sem varð að tvíframlengja. Miami hafði sigur á endanum, 141-129.
LeBron James gerði 40 stig í leiknum og tók 8 fráköst og gaf 16 stoðsendingar! Næstur kom Dwyane Wade með 39 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar. Félagarnir James og Wade gerðu því samtals 79 stig af 141 hjá Miami. Marcus Thornton var stigahæstur í liði Sacramento með 36 stig á 40 mínútum.
Framlengja varð leikinn í stöðunni 112-112 þegar lokaskot frá Dwyane Wade vildi ekki niður. Í fyrri framlengingunni átti Heat aftur lokasóknina, James fékk boltann við endalínuna en var blokkaður allhressilega, eitthvað sem maður sér ekki á hverjum degi og því þurfti að framlengja öðru sinni. Tankurinn tæmdist í seinni framlengingunni hjá Kings og vann Miami þann hluta 17-5 og leikinn 141-129.
Tilþrif næturinnar:
Úrslit næturinnar:
FINAL
7:00 PM ET
ORL
98
PHI
84
| 18 | 29 | 21 | 30 |
|
|
|
|
|
| 20 | 22 | 19 | 23 |
| 98 |
| 84 |
| ORL | PHI | |||
|---|---|---|---|---|
| P | Afflalo | 16 | Pargo | 14 |
| R | Vucevic | 19 | Young | 10 |
| A | Moore | 10 | Holiday | 10 |





