spot_img
HomeFréttirTók aðeins 20 mínútur að klára miðana

Tók aðeins 20 mínútur að klára miðana

Miðasala á riðlakeppni EM í Slóveníu hófst á mánudag og eins mátti við búast fór salan af stað með glæsibrag og er uppselt á marga leikina.  Miðar á leiki heimamanna voru vinsælastir og er uppselt á alla leiki þeirra í riðlakeppninni. Það tók innan við 20 mínútur að klára alla miða heimamanna gegn Króatíu og Spáni.
 

Einnig voru miðar í B-riðli fljótir að fara en í þeim riðli eru m.a. Makedónía og Bosníumenn ásamt Lettum og Litháum en Litháar eru þekktir fyrir að fjölmenna hvert sem er um heiminn þegar landsliðið þeirra er að spila.

Á annað þúsund Finnar verða í Slóveníu að fylgja sínu liði en mikill uppgangur er í finnskum körfubolta. Finnar náðu frábærum árangri á síðasta EM og mikil spenna er í Finnlandi eftir keppninni í Slóveníu.

Þeir sem vilja kaupa pakkaferðir á leiki í milliriðlum og 8-liða úrslitum geta gert það á netinu.

 

Fréttir
- Auglýsing -