spot_img
HomeFréttirTöframennirnir tóku forystuna

Töframennirnir tóku forystuna

 

Tveir leikir fóru fram í 16 liða úrslitum NBA deildarinnar í nótt. Í Boston náðu heimamenn í Celtics loks yfirhöndinni í einvígi sínu gegn Chicago Bulls, 3-2. Hafa nú unnið þrjá leiki í röð eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum. Al Horford atkvæðamestur heimamanna í leiknum, skoraði 21 stig, tók 7 fráköst og gaf 9 stoðsendingar.

 

 

Þá sigruðu Wshington Wizards lið Atlanta Hawks. Eru því komnir í 3-2 forystu í einvíginu. John Wall, sem fyrr, frábær fyrir Wizards með 20 stig og 14 stoðsendingar í leiknum.

 

 

Úrslit næturinnar

 

Atlanta Hawks 99 – 103 Washington Wizards

Wizards leiða einvígið 3-2

 

Chicago Bulls 97 – 108 Boston Celtics

Celtics leiða einvígið 3-2

Fréttir
- Auglýsing -