Golden State Warriors tóku í nótt 2-0 forystu í úrslitaeinvígi vesturstrandarinnar með öruggum 136-100 sigri á San Antonio Spurs. Mál málanna eftir fyrsta leik voru meiðsli Kawhi Leonard sem lék ekki með Spurs í nótt. Þá hafa Golden State unnið alla 10 leiki sína í úrslitakeppninni til þessa!
Allir þrettán leikmenn Golden State komust á blað í nótt en atkvæðamestur var Stephen Curry með 29 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar og þá bætti Patrick McCaw við 18 stigum komandi af bekknum. Golden State fékk alls 63 stig af bekknum í nótt!
Hjá Spurs var Jonathon Simmons með 22 stig, 3 fráköst og 3 stoðsendingar en eins og áður greinir var Kawhi Leonard fjarverandi vegna meiðsla og sömuleiðis Tony Parker.
Myndbönd næturinnar