spot_img
HomeFréttirTíu stiga tap í fyrsta leik

Tíu stiga tap í fyrsta leik

Undir 18 ára drengjalið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumóti í Pitesti í Rúmeníu.

Liðið lék í morgun sinn fyrsta leik á mótinu gegn Bosníu og tapaði 72-82.

Stigahæstur fyrir Ísland í leiknum var Logi Guðmundsson með 12 stig. Þá voru Patrik Birmingham, Sturla Böðvarsson og Atli Hjartarson með 10 stig hvor.

Tölfræði leiks

Það er leikið þétt á Evrópumótinu, en næsti leikur Íslands er á morgun kl. 17:30 að íslenskum tíma.

Upptaka af leiknum

Fréttir
- Auglýsing -