spot_img
HomeFréttirTíu í tip-off - Williams ekki með ÍR og Sovic tæpur

Tíu í tip-off – Williams ekki með ÍR og Sovic tæpur

Þrír leikir fara fram í Domino´s deild karla í kvöld og venju samkvæmt hefjast þeir allir eftir tíu mínútur eða á slaginu 19:15. Síkið, DHL Höllin og Fjósið breiða út faðminn og þar á bæjum verða rándýr stig í boðinu. Við skulum líta eldsnöggt á hvort ekki verði nú allir með í kvöld.
 
Leikir kvöldsins í Domino´s deild karla:
 
Tindastóll-Snæfell
KR-ÍR
Skallagrímur-Keflavík
 
Skallagrímur: Páll Axel Vilbergsson og Sigmar Egilsson koma aftur inn í hóp Skallagrímsmanna í kvöld eftir meiðsli og veikindi.
Keflavík: Magnús Þór Gunnarsson verður ekki með Keflavík í kvöld sökum meiðsla á fingri en Arnar Freyr Jónsson er kominn í gallann og mun leika sinn fyrsta leik fyrir Keflavík í kvöld.
 
KR: Helgi Magnússon meldaði alla sína menn inn heila og klára í Reykjavíkurglímuna.
ÍR: D´Andre Jordan Williams verður ekki með vegna meiðsla, hann fór í röntgen á fimmtudag vegna meiðsla sem hann hlaut gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Hann er óbrotinn en mikið bólginn á fæti og við tekur sjúkraþjálfun á næstunni og kvaðst Herbert Arnarson vona það besta með framhaldið. Þá veðrur Nemanja Sovic annað hvort ekki með eða lítið notaður í leiknum vegna meiðsla á kálfa en hann hefur lítið geta æft undanfarið vegna þessa.
 
Tindastóll: Allt óbreytt hjá Bárði og félögum í Tindastól frá síðustu umferð.
Snæfell: Allir heilir sagði Ingi Þór þjálfari Snæfells sagði alla sína menn heila. ,,Siggi Þorvalds er lemstraður og vel merktur eftir síðustu tvo leiki en annars eru allir með sokkana uppi og klárir.”
  
Fréttir
- Auglýsing -