Þá eru tíu mínútur í að tveir stórleikir fari fram í Domino´s deild karla og ekki úr vegi að kanna hjá þjálfurum liðanna hver staðan sé á þeirra mönnum. Stjarnan mætir Þór Þorlákshöfn í Icelandic Glacial Höllinni og Fjölnir leikur í Síkinu gegn Tindastól.
Stjarnan: Marvin Valdimarsson er kominn á ný inn í leikmannahóp Stjörnunnar svo Garðbæingar fara fullmannaðir í Þorlákshöfn.
Þór Þorlákshöfn: Grétar Ingi Erlendsson og Emil Karel Einarsson eru ekki með Þórsurum í kvöld vegna meiðsla en David Jackson ætlar að spila og láta reyna á hnéð sem hefur verið að baka honum vandræði. Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórsara vonaðist til þess að allt yrði í lagi með kappann í kvöld.
Tindastóll: Drew Gibson kemur aftur inn í lið Tindastóls fyrir Roburt Sallie sem afrekaði það að vera rekinn frá félaginu eftir einn leik! Tarick Johnson kemur svo nýr inn í Tindastólsliðið í kvöld og leikur sinn fyrsta leik en að öðru leyti eru málin óbreytt hjá Stólunum.
Fjölnir: …
Mynd/ Emil Karel Einarsson verður ekki með Þórsurum í kvöld.



