Í kvöld eru þrír leikir á dagskránni í Domino´s deild karla og tveir í Domino´s deild kvenna. Hér að neðan kemur smá uppfærsla á stöðum liðanna fyrir kvöldið, hverjir eru með, hverjir eru meiddir og þar fram eftir götum.
Domino´s deild karla, 19:15
KFÍ-Snæfell
KR-Þór Þorlákshöfn
Skallagrímur-Tindastóll
Þór Þorlákshöfn: Sama lið og á föstudag gegn Stjörnunni, Grétar Ingi og Emil Karel enn meiddir en aðrir klárir í slaginn.
Snæfell: Verða án Ólafs Torfasonar í kvöld sem er fjarverandi af persónulegum ástæðum. Aðrir eiga annars að vera klárir nema vera skyldi fyrir Hafþór Inga Gunnarsson og sagði Ingi Þór þjálfari Snæfells að hann yrði með svo fremi að Flugfélag Íslands skilaði honum frá Egilsstöðum.
Skallagrímur: Pálmi Þór þjálfari Skallagríms reiknaði með öllum í búning og að Fjósamenn, stuðningsmannasveit Skallagríms, myndi mæta í sparifötunum í stúkuna.
KFÍ: Allir klárir í bátana samkvæmt Pétri þjálfara KFÍ.
KR: …
Tindastóll: …
Domino´s deild kvenna
Haukar-Grindavík
Valur-Njarðvík
Valur: Sami leikmannahópur og mætti Keflavík þann 6. febrúar, Ragnheiður Benónýsdóttir mun öll vera að koma til og er byrjuð að æfa en ekki alveg leikfær. Sara Diljá var í krossbandaaðgerð síðastliðinn fimmtudag og mun aðgerðin hafa gengið vel og staðan á Signýju Hermannsdóttur er enn óljós.
Grindavík: Allar klárar í leikinn skv. Guðmundi Bragasyni svo gular fjölmenna í Schenkerhöllina í Hafnarfirði.
Haukar: Haukar eru klárir í slaginn en þær Lovísa Björt Henningsdóttir og Ína Salóme eru enn frá vegna meiðsla.
Njarðvík: …
Mynd úr safni/ Ólafur Torfason verður fjarri góðu gamni í kvöld þegar Snæfell heimsækir KFÍ á Ísafjörð.



