spot_img
HomeFréttirTíu í tip-off

Tíu í tip-off

Nú eru tíu mínútur í leiki kvöldsins, alls fjórir slagir í Domino´s deild karla og hér að neðan rekjum við eldsnöggt stöðuna á mannskap liðanna. Nú hefur það fengist endanlega staðfest að leiktíðin er úti hjá Hreggviði Magnússyni en hann fór í aðgerð í dag vegna meiðsla sinna.
 
Leikir kvöldsins í Domino´s deild karla:
 
ÍR – Stjarnan
Njarðvík – KR
Snæfell – Fjölnir
Grindavík – Skallagrímur (beint á Sport TV)
 
ÍR: Herbert og Steinar mæta með sama lið og í síðasta leik, Hreggviður Magnússon átti tíma í aðgerð í dag vegna meiðsla og verður því ekki meira með á leiktíðinni.
Stjarnan: Teitur Örlygsson nýkrýndur bikarmeistari sagði alla sína menn klára í slaginn.
 
Njarðvík: Grænir eru frískir að sögn þjálfarans og mæta með sama hóp og í síðasta leik.
KR: Helgi Magnússon kvað alla sína menn klára þrátt fyrir smávægilegt hnjask.
 
Snæfell: Allir heilir, Ólafur Torfason kemur aftur inn í liðið frá síðasta leik Snæfells og þá kemur Þorbergur Helgi Sæþórsson einnig inn í hóp Snæfells eftir að hafa skipt aftur frá Haukum.
Fjölnir: Hjalti Þór meldaði inn til okkar sama hóp og í síðasta leik Fjölnismanna.
 
Grindavík: Davíð Ingi Bustion er enn frá vegna handarmeiðsla og þá snéri Jens Valgeir Óskarsson sig á ökkla og verður frá í nokkra daga, annars allir klárir í bátana í Röstinni.
Skallagrímur: Pálmi Þór tilkynnti okkur að Páll Axel væri meiddur og myndi ekki leika með gegn sínum gömlu félögum í kvöld. Þá væri Sigmar Egilsson tæpur vegna veikinda en annars kvað Pálmi Borgnesinga vera bratta og spennta fyrir leiknum.
Fréttir
- Auglýsing -