Nú eru tíu mínútur þangað til viðureignir Þórs og KFÍ annars vegar og Keflavíkur og Tindastóls hinsvegar hefjast í Domino´s deild karla. Við rennum hér að neðan eldsnöggt yfir stöðuna á leikmannahópunum fyrir kvöldið.
Leikir kvöldsins, Domino´s deild karla
Þór Þorlákshöfn-KFÍ
Keflavík-Tindastóll
Þór Þorlákshöfn: Þorsteinn Ragnarsson sem er á venslasamningi við Hamar verður í 1. deildinni í kvöld og Grétar Ingi Erlendsson ætlar að prófa sig áfram í leiknum. Aðrir Þórsarar ættu að vera klárir í slaginn.
KFÍ: Allir með meldaði Pétur þjálfari inn hjá okkur.
Keflavík: Allir með söng Sigurður Ingimundarson.
Tindastóll: Ingvi Rafn Ingvarsson kemur aftur inn í lið Tindastóls eftir smá meiðsli sagði Bárður okkur. Ingvi kemur inn fyrir Þorberg Ólafsson en að öðru leyti er Tindastóll með sama hóp og lagði Skallagrím í síðustu umferð.
Mynd/ Báður og Stólarnir mæta í Toyota-höllina í kvöld.



