Átjánda umferðin í Domino´s deild karla hefst eftir tíu mínútur. Við rennum aðeins yfir liðin, þ.e. stöðuna á þeim og hvort ekki séu nú allir í galla eða þá borgaralegum klæðum ef meiðsli kunna að vera að hrjá einhverja.
Leikir dagsins, Domino´s deild karla:
Fjölnir – Þór Þorlákshöfn
KFÍ – Njarðvík
Stjarnan – Grindavík
KFÍ: Allir klárir í slaginn og með í kvöld skv. Pétri þjálfara KFÍ.
Njarðvík: Grænir eru fjölmennir á Ísafirði í dag þar sem boðið er upp á þríhöfða. Njarðvíkingar mættu vestur síðastliðna nótt með 11. flokk karla sem er að spila bikarleik, unglingaflokkurinn er einnig mættur ásamt meistaraflokki svo það er í mörg horn að líta hjá Njarðvíkingum fyrir vestan.
Stjarnan: Allir heilir og klárir í slaginn í kvöld hjá Stjörnunni staðfesti Teitur Örlygsson við okkur í dag.
Grindavík: Davíð Ingi Bustion og Jens Valgeir Óskarsson verða ekki í Grindavíkurliðinu í kvöld vegna meiðsla. Þá er Ryan Pettinella mættur aftur í búning eftir eins leiks hlé sökum smávægilegra meiðsla sem hann varð fyrir á æfingu. Aðrir klárir í slaginn hjá gulum.




