spot_img
HomeFréttirTíu í röð hjá KR: Hrakfarir Skallagríms halda áfram

Tíu í röð hjá KR: Hrakfarir Skallagríms halda áfram

00:19
{mosimage}

(Jón Arnór hafði það náðugt í kvöld og lék rétt rúmar 10 mínútur)

Topplið KR vann í kvöld risastóran sigur á Skallagrím í Iceland Express deild karla. Lokatölur leiksins voru 117-50 KR í vil. Strax að loknum fyrsta leikhluta var staðan 29-14 KR í vil og ljóst í hvað stefndi.

Félagarnir Darri Hilmarsson og Pálmi Freyr Sigurgeirsson voru stigahæstir í liði KR báðir með 23 stig. Þá var Jakob Örn Sigurðarson með 18 stig og 6 stoðsendingar. Allir leikmenn KR komust á blað í leiknum.

Igor Beljanski gerði 17 stig hjá Skallagrím og tók 10 fráköst. Skallagrímsmenn léku án Pálma Sævarssonar sem er meiddur eins og svo fjöldamargir sterkir leikmenn í röðum Borgnesinga.

Stefán Helgi Valsson sendi meðfylgjandi myndir frá leiknum í kvöld.

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -