spot_img
HomeFréttirTitus pakkaði Shaq saman

Titus pakkaði Shaq saman

Youtube er vettvangur þar sem stjörnunar fæðast og ein þeirra er lítill snáði að nafni Titus Ashby sem vakið hefur mikla athygli fyrir brelluskot sín í körfubolta þrátt fyrir ungan aldur.
 
Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel fékk Titus í þáttinn til sín á dögunum og paraði hann við tröllið Shaquille O´Neal í skotkeppni og til að gera langa sögu stutta þá fékk Shaq kennslustund!
 
En því skal þó haldið til haga að það telst nú seint vera þrekvirki að leggja Shaq í skotkeppni…skemmtileg uppákoma engu að síður.
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -