spot_img
HomeFréttirTitillinn genginn Sundsvall úr greipum?

Titillinn genginn Sundsvall úr greipum?

Landsliðsmennirnir Hlynur Bæringsson og Jakob Sigurðarson máttu í gærkvöldi þola ósigur á útivelli gegn Södertalje í úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar. Lokatölur voru 84-75 Södertalje í vil sem leiða nú einvígið 3-1. Kóngarnir í Södertalje þurfa aðeins einn sigur til viðbótar til að tryggja sér meistaratitilinn.
 
Jakob var stigahæstur í liði Sundsvall í gærkvöldi með 21 stig, 3 stoðsendingar og 2 fráköst. Hlynur bætti við 17 stigum, 7 fráköstum og 3 stoðsendingum. Tobias Borg var stigahæstur í liði Södertalje með 19 stig.
 
Fimmti leikur liðanna fer fram í drekabælinu í Sundsvall þar sem deildarmeistararnir geta minnkað muninn í 3-2 en til þess að Sundsvall verði sænskur meistari þurfa þeir nú að vinna þrjá leiki í röð!
  
Mynd/ Jakob Örn Sigurðarson var stigahæstur í liði Sundsvall í gærkvöldi.
Fréttir
- Auglýsing -