spot_img
HomeFréttirTitill á loft í Hólminum í dag

Titill á loft í Hólminum í dag

Í dag fer fram næstsíðasta umferðin í Domino´s-deild kvenna en það er 27. umferð deildarkeppninnar. Gleði og glaumur verður í Stykkishólmi þar sem Íslandsmeistarar Snæfells fá deildarmeistaratitilinn afhentan að leik loknum.
 
 
Aðeins fjögur stig eru í pottinum svo Snæfell verður ekki haggað úr 1. sæti með 46 stig, Keflavík verður ekki haggað úr 2. sæti með 40 stig og gagnvart Val eru Haukar öruggir inn í úrslitakeppnina með 34 stig en Valur hefur 28. Stóra spurningin er hvort það verði Grindavík eða Valur sem taka lokasætið í úrslitakeppninni. Fjórum stigum munar á Grindavík og Val, gular með 32 stig í 4. sæti en Valur í 5. sæti með 28 stig.
 
Valur og Grindavík mætast í lokaumferð deildarinnar í Vodafonehöllinni, þetta gæti þó ráðist í dag þegar Grindavík mætir Keflavík því ef Grindvíkingar vinna er ljóst hvaða fjögur lið verða í úrslitakeppninni og lokaumferðin mun þá ekki skipta máli. Ef Grindavík tapar í dag og Valur vinnur þá verður ansi athyglisverður leikur þeirra í lokaumferðinni. Valur hefur betur innbyrðis 2-1 í leikjum liðanna. Til að Valur fari í úrslitakeppnina þarf Grindavík að tapa í dag og í lokaumferðinni og Valur að vinna í dag og leikinn í lokaumferðinni.
 
Þá getur KR endanlega afgreitt Breiðablik niður í 1. deild kvenna þegar liðin mætast í DHL-Höllinni í dag. KR er í 7. sæti með 10 stig en Blikar á botninum með 6 stig og dugir Kópavogskonum ekkert annað en tveir sigrar og von um að KR tapi rest til þess að halda sér í deildinni.
 
Leikir dagsins í Domino´s-deild kvenna, 27. umferð:
 
15:00 Snæfell – Hamar
16:30 Keflavík – Grindavík
16:30 Valur – Haukar
17:00 KR – Breiðablik
 
 
Staðan í Domino´s-deild kvenna
Deildarkeppni
Nr. Lið L U T S Stig/Fen Stg í L/Fen m Heima s/t Úti s/t Stig heima s/f Stig úti s/f Síðustu 5 Síð 10 Form liðs Heima í röð Úti í röð JL
1. Snæfell 26 23 3 46 2016/1618 77.5/62.2 11/2 12/1 78.4/62.2 76.7/62.3 4/1 8/2 +2 +1 +3 5/0
2. Keflavík 26 20 6 40 2157/1712 83.0/65.8 12/1 8/5 87.9/64.1 78.0/67.6 3/2 7/3 +1 +7 -3 0/2
3. Haukar 26 17 9 34 1844/1699 70.9/65.3 9/4 8/5 71.8/63.7 70.0/67.0 5/0 6/4 +5 +2 +3 2/4
4. Grindavík 26 16 10 32 1871/1833 72.0/70.5 8/5 8/5 76.0/72.2 67.9/68.8 3/2 6/4 -1 -2 +2 2/0
5. Valur 26 14 12 28 1912/1842 73.5/70.8 6/7 8/5 73.1/71.2 74.0/70.5 2/3 5/5 -3 -1 -2 4/2
6. Hamar 26 6 20 12 1444/1921 55.5/73.9 3/10 3/10
Fréttir
- Auglýsing -