Fyrsti leikur Hauka og Snæfells í úrslitum Domino´s-deildar kvenna hefst kl. 17:00 í Schenkerhöllinni á eftir. Stuðlastjórar á Lengjunni segja Hauka sigurstranglegri í dag og gefa þeim 1,55 í stuðul á sigur, Snæfell fær 1,8 svo það ber ekki mikið í milli en ævintýramennirnir fá 7,9 fyrir framlenginguna.