spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaTinna Guðrún verður í Haukum til 2025

Tinna Guðrún verður í Haukum til 2025

Tinna Guðrún Alexandersdóttir hefur framlengt samningi sínum við bikarmeistara Hauka til næstu tveggja ára. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum nú í morgun.

Tinna kom til Hauka frá Snæfelli árið 2021 og hefur fest sig í sessi sem einn af burðarásum Haukaliðsins á þessum stutta tíma. Þá var hún kölluð inn í A landslið kvenna og hefur leikið 4 landsleiki fyrir Íslands hönd á þessum tíma.

Það sem af er tímabili hefur Tinna Guðrún skilað 15 stigum, 4 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik fyrir Hauka.

Fréttir
- Auglýsing -