spot_img
HomeFréttirTindastólsmenn semja við Dana

Tindastólsmenn semja við Dana

8:41

{mosimage}

Það hefur lítið heyrst af leikmannamálum Tindastóls fyrir átökin næsta vetur en nú er greinlega eitthvað að gerast og staðfesti Kristinn Friðriksson í samtali við karfan.is að félagið hafi samið við danska landsliðsmanninn Søren Flæng.

Søren þessi er 205 cm og kemur frá danska liðinu Hørsholm, sama lið og Adama Darboe kom frá, sem varð í fjórða sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Søren skoraði 11,3 stig í leik í fyrra og tók 5,7 fráköst en hann er 23 ára gamall. Hann reyndi fyrir sér í hollenska boltanum haustið 2007 en staldraði stutt við og kom aftur heim til Hørsholm. Þá má geta þess að hann og félagar hans í Hørsholm sigruðu sinn flokk á Scania Cup fyrir einhverjum árum.

Þá er hann í 19 manna landsliðshópi Dana sem undirbýr sig fyrir Evrópukeppnina í haust og gæti því farið svo að hann myndi leika með Dönum gegn Íslendingum í Laugardalshöll þann 10. september. Hann lék alla leiki landsliðs Dana haustið 2007 þegar þeir voru í A deild Evrópukeppninnar og skoraði rúm 3 stig í leik.

Kristinn Friðriksson sagði við karfan.is að Tindastólsmenn hafi ákveðið  að finna leikmenn koma frá svipaðir menningu og er á Íslandi og þar eru Norðurlöndin fremst í flokki. Það sé þeirra mat að leikmenn frá þessu svæði séu auðveldari viðfangs og ættu að eiga auðveldara með að aðlagast lífinu í Skagafirðinum. Það væri eitt af markmiðunum að finna leikmenn sem líður vel á Sauðárkróki. Þá sagðist hann ekki eiga von á að Søren yrði einhver stjörnuleikmaður en hann vonaði að hann gæti spilað góða vörn og tekið fráköst. Þá sagði Kristinn að hann ætti von á leikmanninum um miðjan ágúst en ef hann kemst í lokahóp Dana þá myndi það að sjálfsögðu tefjast um mánuð.

Tölfræði Søren á síðasta tímabili

[email protected]

Mynd:  www.horsholm79ers.dk

Fréttir
- Auglýsing -