spot_img
HomeFréttirTindastóll vann í framlengingu

Tindastóll vann í framlengingu

00:24

{mosimage}
(Lamar var stigahæstur hjá Tindastól)

Tindastóll vann Þór Þ. í framlengdum leik í gærkvöldi á Sauðárkróki, 90-87.

Þór var einu stigi yfir í hálfleik 42-43 og það var jafnt 76-76 eftir venjulegan leiktíma. Tindastóll reyndist sterkari í framlengingunni og hafði sigur.

Þar með er 2. umferð lokið og eftir hana eru Tindastóll og Þór með 2 stig.

Hjá Tindastól skoraði Lamar Karim mest eða 29 stig og Steve Parillon skoraði 19 stig.

Hjá Þór var Damon Bailey atkvæðamestur með 33 stig og Rob Hodgson skoraði 24.

mynd: Þórdís Björk

Fréttir
- Auglýsing -